Pale Blue Dot
A Vision of the Human Future in Space eftir Carl Sagan
Eitt af mínum helstu áhugamálum er að fræðast um geiminn og jókst sá áhugi til muna þegar ég leigði með vini mínum sem er stjarneðlisfræðingur í nokkur ár. Hann kynnti mig fyrir Carl Sagan og bókinni hans "The Pale Blue Dot". Upp úr þessari bók hafa verið gerð ótal myndbönd og listaverk og langaði mig að gera slíkt hið sama.
Ég vildi hafa myndbandið einfalt og áhugavert og leyfa orðum Sagan að njóta sín. Ég ákvað að nota enga tónlist eða hljóð í verkinu og fara sparlega með liti. Geimurinn er stærri en flestir gera sér grein fyrir og mig langaði að gera tilraun til að túlka það með týpógrafíu. Kristján Lyngmo vinur minn aðstoðaði mig með teikningar í videoinu.
Eina myndin sem kemur fram í videoinu er ljósmynd sem varð til 14. febrúar 1990 þegar Sagan bað NASA um að snúa Voyager 1 geimfarinu við í 6 milljarða kílómetra fjarlægð frá Jörðinni. Myndin er það sem verkið mitt snýst um og var innblástur Sagan til að skrifa bókina.





